Stórsigur hjá Keflavík og Grindavík tapaði í markasúpu
Keflavík er í 3. sæti 1. deilar karla í knattspyrnu eftir stórsigur á Leikni F. á Nettóvellinum í Keflavík um helgina. Þeir komast hins vegar ekki ofar í deilinni þar sem KA og Grindavík hafa þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári.
Það voru þeir Sigurbergur Elísson, Jóhann Birnir Buðmundsson, Jónas Guðni Sævarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem skoruðu mörk Keflavíkur í leiknum.
Grindvíkingar misstu hins vegar af mikilvægum stigum í baráttunni um efsta sætið. Þeir töpuðu 4-3 fyrir Þór norður á Akureyri á sama tíma og KA-menn unnu sigur á Fjarðabyggð. KA-menn eru með 4 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tveir leikur eru eftir af mótinu.
Grindvíkingar mæta KA-mönnum í baráttunni um toppsætir nk. laugardag á sama tíma og Keflvíkingar fá Þór í heimsókn til Keflavíkur en Þór er einu stigi fyrir neðan Keflavík í fjórða sæti deildarinnar.