Stórsigur hjá Keflavík – Grindavík tapaði
Keflavík vann í dag stórsigur í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Þeir kjöldrógu Reykjavíkurmeistara Leiknis, 6-1 í Reykjaneshöllinni í dag. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Keflvíkinga sem bættu við þremur mörkum til viðbótar á fyrstu 20 mínútu seinni hálfleiks áður en Leiknismönnum tókst loks að skora.
Arnór Ingvi Traustason skoraði þrennu fyrir Keflavík, Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk og Magnús Sverrir Þorsteinsson eitt mark. Þetta er fyrsti sigur Keflavíkur í Lengjubikarnum en liðið er sem stendur í fimmta sæti riðilsins með fjögur stig. Leiknismenn eru sæti oftar með jafnmörg stig.
Grindvíkingar töpuðu fyrir Víkingi Ólafsvík, 2-1 í leik í Akraneshöllinni í dag. Stefán Þór Pálsson kom Grindavík yfir á 15. mínútu en fyrirliði Ólsara, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, skoraði tvö mörk með fimm mínútna millibili á 34. og 39. mínútu og tryggði sínum mönnum sigurinn. Grindavík er með fjögur stig eftir fjóra leiki.