Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 8. ágúst 2003 kl. 20:30

Stórsigur hjá Keflavík

Keflvíkingar tóku Aftureldingu í karphúsið á útivelli í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks og réðu gangi leiksins. Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og Magnús Þorsteinsson og Haraldur Guðmundsson sitt markið hvor. Með sigrinum náðu þeir fjögurra stiga forskoti á ný á toppi deildarinnar með 30 stig en Víkingur er í 2. sæti með 26 stig. Keflvíkingar sem leikið hafa mjög vel í sumar stefna beint upp í úrvalsdeild að nýju en einungis fimm leikir eru eftir af tímabilinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024