Stórsigur hjá Elvari og félögum
Lið Kristins og Söru töpuðu naumlega
Eins og við greindum frá fyrir helgi eru þrír leikmenn frá Reykjanesbæ að leika í háskólaboltanum í körfubolta í Bandaríkjunum um þessar mundir. Tímabilið hófst á föstudag þar sem Kristinn Pálsson, Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir fóru af stað með liðum sínum.
Kristinn og félagar töpuðu naumlega sínum fyrsta leik en Kristinn stóð sig afar vel, skoraði 15 stig og setti fjórar af átta þriggja stiga í leiknum. Hér má sjá myndband og viðtal við Kristinn eftir leik gegn Holy Cross. Lið Kristins leikur annan leik sinn í kvöld á heimavelli gegn Dartmouth.
Sara Rún skoraði 2 stig og tók 4 fráköst í naumu tapi 53-51 á útivelli gegn Youngstown state. Næsti leikur Söru er í kvöld gegn Buffalo skólanum.
Svipmyndir úr leik Söru.
Elvar Már og félagar í Barry háskólanum í Miami unnu stórsigur í fyrsta leik, 96-56 gegn Florida Memorial þar sem Elvar skoraði 7 stig og gaf 5 stoðsendingar. Lið Elvars leikur í kvöld gegn Florida Southern.