Stórsigur Grindavíkur
- Unnu með 55 stiga mun
Grindavík hóf leik í fyrstu deild kvenna í körfu í gærkvöldi. Grindavík féll í fyrstu deildina í fyrra en ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er tekin á það að komast upp í úrvalsdeild að ári. Grindavík er spáð öðru sæti í 1. deildinni.
Grindavík mætti Ármanni á útivelli og unnu þær sannfærandi sigur 28-83. Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Embla Kristínardóttir með 19 stig og 10 fráköst, ásamt sex stolnum boltum. Ólöf Rún Óladóttir skoraði 16 stig, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 13 stig og Halla Emilía Garðarsdóttir 10.
Næsti leikur Grindavíkur er á heimavelli gegn Fjölni á laugardaginn kl. 17:15.