Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 14. júní 2003 kl. 18:57

Stórsigur á Króknum

Keflavík vann stórsigur á liði Tindastóls í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins en leikurinn fór fram á Sauðárkróki í gærkvöldi.  Lokatölurnar urðu 9-0 fyrir Keflavík og því nokkuð ljóst að Keflavíkurliðið verður í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum keppninnar.Þórarinn Kristjánsson skoraði þrennu og þeir Kristján Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson tvö hvor. Magnús Þorsteinsson og Haraldur Guðmundsson settu síðan eitt stykki hvor. Scott Ramsay lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík þegar hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024