Stórmót í Futsal um helgina
Knattspyrnudeild Keflavíkur stendur að stórmóti í Futsal um næstu helgi en þá fer fram forkeppni Evrópumóts í þessari grein. Þetta er í fyrsta sinn sem svo stórt mót í Futsal er haldið hér á landi. Lið frá Svíþjóð, Hollandi og Frakklandi taka þátt í mótinu ásamt Keflavík. Keppnin hefst á laugardaginn og stendur yfir fram á þriðjudag.
Lítið hefur farið fyrir þessari grein knattspyrnu á Íslandi og er það von mótshaldara að mótið verði stórt skref í í því að koma henni á framfæri.
Keflvíkingar hafa lagt sig alla fram í að gera umgjörð mótsins sem allra besta og vonast við til að sjá sem flesta á þessum leikjum. Leikirnir fara allir fram í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum.
Innkastið, fréttablað knattspyrnudeildarinnar, er að þessu sinni tileinkað þessu móti og er þar að finna allar upplýsingar.