Stórleikur Shelton dugði ekki til
Grindavíkurstúlkur töpuðu í kvöld gegn ÍS, 92:95, í hörkuleik í 1. deild kvenna. Yvonne Shelton átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 56 stig og 14 fráköst en það dugði ekki til og gestirnir fóru með sigur af hólmi. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina í hálfleik 59:52 og í 3. leikhluta var jafnt 81:81. Það voru þó gestirnir sem voru sterkari í lokin og tryggðu sér að lokum sigur.Grindavíkurstúlkur eru þó enn í 2. sæti deildarinnar með 14 stig.