Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur í Sláturhúsinu í kvöld!
Miðvikudagur 3. nóvember 2004 kl. 12:59

Stórleikur í Sláturhúsinu í kvöld!

Keflavík leikur í kvöld gegn franska liðinu Reims í Evrópubikarnum í körfuknattleik.
Mikill spenningur er í bænum og vonast aðstandendur liðsins eftir að stemmningin og mannfjöldinn verði ekki minni í Íþróttahúsinu við Sunnubraut en í Evrópuleikjunum í fyrra.

„Við erum alveg pollrólegir. Við erum búnir að leggja leikinn upp og allt er klárt,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Víkurfréttir í dag. Hann bætti því við að það væri gaman að fá þessa stórleiki og þeir settu svip á tímabilið. „Við erum bjartsýnir fyrir leikinn og ætlum að hafa gaman af þessum leik.“

Friðrik Ingi Rúnarsson, körfuknattleikssérfræðingur Víkurfrétta, telur Keflvíkinga eiga góða möguleika á að koma andstæðingunum á óvart. „Þessi leikur er vel til þess fallinn að taka Frakkana í bólinu. Það verður örugglega vanmat í gangi hjá þeim og ég treysti því að Keflvíkingar lækki í þeim rostann og skili góðum sigri.“
VF-mynd úr safni: Keflavík gegn franska liðinu Dijon
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024