Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stórleikur í Sláturhúsinu
Miðvikudagur 7. desember 2005 kl. 11:52

Stórleikur í Sláturhúsinu

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Sannkallaður stórleikur verður að Sunnubraut þegar Keflavíkurkonur fá Hauka í heimsókn en Haukakonur verða að öllum líkindum án þjáfara síns, Ágústs Björgvinssonar, sem dæmdur var í leikbann í gær af aganefnd KKÍ.

Í DHL-Höllinni mætast KR og Grindavík en báðir leikirnir fara fram kl. 19:15. Toppliðin þrjú eru öll með 12 stig og spennandi að sjá hvert þeirra hreppir efsta sætið að leikjum kvöldsins loknum.

Staðan í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024