Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. júní 2001 kl. 10:33

Stórleikur í Sandgerði

Í kvöld verður stórleikur í knattspyrnu þegar Reynismenn í Sandgerði og Keflvíkingar etja kappi í Bikarkeppni karla á knattspyrnuvellinum í Sandgerði.
Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þessi lið hafa ekki leikið saman í keppni síðan 1980. Búist er við miklum fjölda áhorfenda og Sandgerðingar ætla sér að búa til mikla stemningu í kringum leikinn.
„Það er gaman að segja frá því að aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, Jón Örvar Arason var þjálfari Reynismanna síðustu tvö tímabil. Að auki hefur hann spilað með báðum félögunum en hann lék einmitt í marki Reynis síðast þegar þessi lið áttust við. Sá leikur varð í 2. deild fór fram í Keflavík fyrir ca. 15-18 árum og endaði í markalausu jafntefli og var spilaður fyrir framan vel rúmlega 1000 áhorfendur. Jón Örvar átti víst stórleik í markinu í þessum leik“, segir Ólafur Þór Ólafsson og hvetur alla til að koma á leikinn sem verður án efa æsispennandi baráttuleikur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024