Stórleikur í Röstinni í kvöld
Suðurnesjaliðin Grindavík og Njarðvík mætast í Intersport-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 og fer hann fram í Röstinni í Grindavík. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa en Grindvíkingar unnið tvo og tapað einum. Njarðvíkurliðið er á mikilli siglingu þessa dagana og því verður án efa hart barist í Röstinni í kvöld. Njarðvíkurliðið hefur ekki enn fengið nýjan erlendan leikmann til liðs við sig eftir að Troy Wiley fór frá þeim en það virtist ekki há liðinu þegar þeir sigruðu KR í síðasta leik.
VF-mynd/ úr safni