Stórleikur í Röstinni
Grindvíkingar eiga harma að hefna
Það verður toppslagur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Jafnframt er um grannaslag að ræða en Grindvíkingar taka þá á móti Keflvíkingum í Röstinni. Keflvíkingar eru á toppnum eftir átta leiki með 14 stig, á meðan Grindvíkingar eru með 10 stig í þriðja sæti. Keflvíkingar unnu síðustu viðureign liðanna og Grindvíkingar hafa því harma að hefna.
Það er einnig áhugaverð viðureign í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Haukum. Leikirinir hefjast báðir klukkan 19:15.