Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur í Ljónagryfjunni í kvöld
Þriðjudagur 14. desember 2004 kl. 16:54

Stórleikur í Ljónagryfjunni í kvöld

Í kvöld verður boðið upp á grannaslag af bestu gerð í Ljónagryfjunni þar sem heimamenn í Njarðvík taka á móti Keflvíkingum í toppslag Intersport-deildarinnar.

Njarðvíkingar eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar, en Keflvíkingar geta skotist upp fyrir Fjölni og Snæfell í annað sætið með sigri í kvöld.

Mikilvægi leiksins, sem hefst kl. 19.40, liggur þó ekki einungis í stigum og stöðu í deildinni því liðin hafa barist á banaspjótum í áraraðir sem bestu og sigursælustu lið landsins.

Bæði lið hafa að sjálfsögðu á sterkum hóp að skipa, en Njarðvíkingar hafa sigrað í báðum leikjum liðanna í vetur. Sá fyrri var í Meistarakeppni KKÍ þar sem Njarðvík hrósaði sigri fyrst íslenskra liða á parketinu í Sláturhúsinu og svo aftur í undanúrslitum Hópbílabikarsins.

Keflvíkingar eru æstir í að hefna en ekkert verður gefið í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024