Stórleikur í kvennakörfunni!
Í kvöld verður sannkallaður stórleikur í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík. Njarðvíkurstúlkur hafa staðið sig vel það sem af er vetri og voru í efsta sæti deildarinnar eftir síðustu umferð. Í kvöld mun reyna á þær þar sem Keflavíkurstúlkur mæta án nokkurs vafa tilbúnar til leiks og staðráðnar í að rétta úr kútnum eftir misjafnt gengi að undanförnu.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur, segir að þær geti varla verið eftirbátar strákanna úr Njarðvík sem lögðu Keflavík að velli í Intersport-deildinni á mánudaginn. Fyrir leikinn eru Keflavíkurstúlkur þó sigurstranglegri. „Við höfum eiginlega engu að tapa því það býst enginn við neinu af okkur. En ef við mætum þeim með alveg brjálaða vörn er ég viss um að við vinnum leikinn.“ segir Auður.
Ekki náðist í þjálfara Keflavíkur en Hrannar Hólm, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagðist búast við hörkuleik. „Bæði karla og kvennaliðin hafa valdið ákveðnum vonbrigðum það sem af er hausti en það er bara spurning um að hrökkva í gírinn.“ Hann sagði líka að það væri erfitt fyrir liðið að koma undan tímabili eins og í fyrra þegar Keflavík vann alla titla sem voru í boði, en þær verði að ná taktinum og baráttunni upp í liðinu og þá ættu úrslitin að lagast. Hrannar leggur einnig áherslu á að áhangendur liðanna mæti á leikinn og sýni stuðning sinn í verki. Slíkt skipti sérlega miklu máli í kvennakörfunni þar sem munar um hvern áhorfanda.
Keflavík hefur yfirleitt borið sigur úr býtum í viðureignum liðanna en í fyrra sigruðu Njarðvíkurstúlkur á heimavelli með því að skora körfu um leið og lokaflautið gall. Leikurinn hefst kl. 19.15 í kvöld og er óhætt að lofa baráttuleik og mikilli spennu.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur, segir að þær geti varla verið eftirbátar strákanna úr Njarðvík sem lögðu Keflavík að velli í Intersport-deildinni á mánudaginn. Fyrir leikinn eru Keflavíkurstúlkur þó sigurstranglegri. „Við höfum eiginlega engu að tapa því það býst enginn við neinu af okkur. En ef við mætum þeim með alveg brjálaða vörn er ég viss um að við vinnum leikinn.“ segir Auður.
Ekki náðist í þjálfara Keflavíkur en Hrannar Hólm, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagðist búast við hörkuleik. „Bæði karla og kvennaliðin hafa valdið ákveðnum vonbrigðum það sem af er hausti en það er bara spurning um að hrökkva í gírinn.“ Hann sagði líka að það væri erfitt fyrir liðið að koma undan tímabili eins og í fyrra þegar Keflavík vann alla titla sem voru í boði, en þær verði að ná taktinum og baráttunni upp í liðinu og þá ættu úrslitin að lagast. Hrannar leggur einnig áherslu á að áhangendur liðanna mæti á leikinn og sýni stuðning sinn í verki. Slíkt skipti sérlega miklu máli í kvennakörfunni þar sem munar um hvern áhorfanda.
Keflavík hefur yfirleitt borið sigur úr býtum í viðureignum liðanna en í fyrra sigruðu Njarðvíkurstúlkur á heimavelli með því að skora körfu um leið og lokaflautið gall. Leikurinn hefst kl. 19.15 í kvöld og er óhætt að lofa baráttuleik og mikilli spennu.