Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 20. febrúar 2004 kl. 12:08

Stórleikur í körfunni í kvöld: Keflavík-Grindavík í Intersport-deildinni

Leikur Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld er mjög mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Grindvíkingar eru að berjast um deildarmeistaratitilinn við Snæfellinga og Keflvíkingar vilja án efa tryggja sér þriðja sætið. Bæði liðin hafa hikstað nokkuð undanfarnar vikur og tapað leikjum að óþörfu, en enginn þarf að efast um að liðin eru tvö af sterkustu liðum deildarinnar og er óhætt að lofa hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir og ef að líkum lætur munu stuðningsmenn liðanna ekki láta sig vanta á leikinn.

 

Leikurinn fer fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024