Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stórleikur í körfunni í Keflavík í kvöld- nágrannaslagur af bestu gerð
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 12:37

Stórleikur í körfunni í Keflavík í kvöld- nágrannaslagur af bestu gerð

Spennustigið verður í hæstu hæðum í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn fá granna sína úr Njarðvík í heimsókn í 8 liða úrslitum Subway bikarkeppninnar. Bæði lið hafa leikið vel að undanförnu og skarta nýjum erlendum leikmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar hafa verið á góðu skriði og nýi leikmaðurinn þeirra, Draelon Burns hefur smollið vel inn í liðið. Nick Bradford kom líka nýlega til Njarðvíkur og small líka inn í Njarðvíkurliðið. Það hefur eflaust ekki skemmt að þar hitti hann fyrir gamla félaga úr Keflavík, þá Magnús Gunnarsson, stórskyttu og þjálfarann Sigurð Ingimundarson.

Guðjón Skúlason sagði í viðtali við vf.is sl. föstudag eftir stórsigur á Stjörnunni að hugarfarið skipti miklu máli, ef menn kæmust yfir spennustigið gæti allt gerst. Njarðvík væri þó það lið sem flestir teldu best þessa dagana. „Við þurfum að eiga góðan leik, það er engin spurning en við hlökkum til og þetta verður vonandi skemmmtilegur leikur,“ sagði Gaui.

Keflvíkingum hefur ekki gengið vel gegn Njarðvík á þessari leiktíð. Þeir töpuðu í bæði skiptin, fyrst í Powerade bikarnum og síðan í fyrri umferð deildarinnar í Njarðvík.

Á vefsíðunni karfan.is er rætt við Sigurð Elvar Þórólfsson, formann félags íþróttafréttamanna og annan tveggja íþróttastjóra Morgunblaðsins. Hér kemur úrdráttur úr því spjalli sem hægt er að sjá í fullri lengd með því að smella hér.

Hvernig verður þetta í kvöld?
Blóð sviti og tár eða 20 stiga sigur öðru hvoru megin?
Ég er ekki í vafa um að þetta verður hörkuslagur. Keflvíkingar virðast vera að ná betri tökum á sóknarleiknum eftir að hafa skipt um útlending og fengið Draelon Burns. Njarðvíkingar hafa einnig eflst með tilkomu Nick Bradord og í þeirra liði eru einstaklingar sem geta dottið í stuð og skorað af vild, má þar nefna Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson. Leikurinn verður þríframlengdur og annað liðið kemst áfram!

Siggi Ingimundar vs. Guðjón Skúla í þjálfarastólnum, óumdeilt hver á lengri og glæstari feril í þjálfun en mun það skipta máli í kvöld?
Sigurður er með meiri þjálfarareynslu en Guðjón, en það eru leikmennirnir sem axla ábyrgðina og verða að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Þjálfarar geta komið sínum skilaboðum til leikmanna í hita leiksins en þegar uppi er staðið þá eru það leikmennirnir sem taka ákvarðnirnar sem gera út um leikinn. Er einhver að hlusta á þjálfarann í hita leiksins :-) Það held ég ekki..

Leikurinn hefst kl. 19.15 og er í Keflavík.

Á efri myndinni er Friðrik Stefánsson með boltann inni í teig Keflavíkur og stuttu síðar lá boltinn í körfunni. Á hinni myndinni má sjá Hörður Axel Vilhjálmsson, eina af skyttum Keflavíkur.