Stórleikur í Keflavík í kvöld
Það verður án efa hart barist á Sparisjóðsvellinum í kvöld þegar FH sækir Keflvíkinga heim í fjórðungsúrslitum Visa bikars karla. Keflavík er eina liðið í deildinni sem hefur tekið stig af FH á þessari leiktíð. Keflavík sigraði fyrri viðureign liðina í upphafi mótsins. Liðin skildu jöfn í seinni leiknum sem fram fór í Kaplakrika. Það er óhætt að segja að leikurinn í kvöld sé einn stærsti leikur sumarins. Hann hefst kl. 19:15.
Keflvíkurliðið hefur verið að endurheimta sterka leikmenn en Guðmundur Steinarsson kom inn í leikmannahópinn á dögunum og Haraldur Freyr Guðmundsson skrifaði undir samning í byrjun vikunnar.