Stórleikur í Hafnarfirði í kvöld
Reynismenn etja kappi við ÍH í Hafnarfirði í 3. deildinni í kvöld.
Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 20:00. Þetta er lykilleikur í baráttunni um sæti í úrslitum deildarinnar. Með sigri kemst Reynir í efsta sæti riðilsins þar sem Hafnfirðingarnir eru nú.
Aðstandendur Reynisliðsins hvetja stuðningsmenn til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og hvetja sína menn til sigurs.