Stórleikur í Grindavík í kvöld

Sannakallaður stórleikur verður í 7. umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Keflvíkingar unnu FSU í síðasta leik og Grindavík tapaði þá naumlega fyrri KR á útivelli.
Annað kvöld leika Njarðvíkingar við Þór frá Akureyri og vonast Njarðvíkingar eftir fyrsta heimasigrinum á þessar leiktíð, en þeir töpuðu fyrstu tveimur heimaleikjunum.
Mynd/VF.is: Páll Axel Vilbergsson hefur verið heitur að undanförnu, hvað gerir hann í kvöld gegn Keflvíkingum?





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				