Íþróttir

Stórleikur í Grindavík í kvöld - Clinch mættur
Fimmtudagur 18. október 2018 kl. 12:17

Stórleikur í Grindavík í kvöld - Clinch mættur

Sannkallaður stórleikur fer fram í Röstinni í kvöld þar sem heimamenn í Grindavík taka á móti grönnum sínum frá Keflavík í Domino’s deild karla í körfubolta. Allt útlit var fyrir að Grindvíkingar myndu mæta laskaðir til leiks en svo virðist sem Lewis Clinch verði klár í slaginn. Karfan.is greindi frá því nú fyrir stundu að kappinn væri mættur í Röstina.

Keflvíkingar eru með sjálfstraustið í botni eftir frækinn sigur gegn KR í síðustu umferð og verður spennandi að sjá hvernig þeir mæta gegn vængbrotnum Grindvíkingum. Liðin hafa bæði einn sigur og eitt tap á bakinu og vilja væntanlega koma sér réttu megin við núllið. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvíkingar gæti í fyrsta sinn í níu ár hafið tímabilið á þremur sigurleikjum í röð. Þeir fá Valsmenn í heimsókn í Ljónagryfjuna.