Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur hjá Clark og Helgu
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 09:22

Stórleikur hjá Clark og Helgu


Grindavík byrjaði vel í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik með því að leggja Fjölni að velli með 70 stigum gegn 67. Leikurinn fór fram í Röstinni í gærkvöldi.

Charmaine Clark, nýr erlendur leikmaður liðsins, lék sinn fyrsta leik í gær með liðinu og skoraði 25 stig. Hún hirti auk þess 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Helga Hallgrímsdóttir átti einnig stjörnuleik, skoraði 18 stig og hirti hvorki fleiri né færri en 18 fráköst.

Mynd - Helga Hallgríms gefur aldrei eftir í baráttunni um boltann. Hún tók 18 fráköst í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024