Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur Arnórs Ingva - skoraði tvö og lagði upp eitt - video
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 12:30

Stórleikur Arnórs Ingva - skoraði tvö og lagði upp eitt - video

Arnór Ingvi Traustason var heldur betur með sterka innkomu í lið Malmö í sænsku úrvalsdeildinni um helgina en hann lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn Falkenberg á heimavelli. Arnór gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5:0 stórsigri liðsins.

Arnór lék allan leikinn en hann meiddist fyrir um mánuði síðan. Framundan eru landsleikir gegn Moldavíu og Albaníu og Suðurnesjamaðurinn ætti því að vera klár í þau verkefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Malmö er á toppi sænsku úrvalsdeildarinar með 41 stig.

Í norsku úrvalsdeildinni lék Samúel Kári Friðjónsson allan leikinn fyrir Viking er liðið burstaði Strømsgodset.