Stórleikur að Ásvöllum
Í kvöld mætast Haukar og Grindavík í IE – deild kvenna í körfuknattleik og hefst leikurinn kl. 19:15. Haukar verma toppsæti deildarinnar með 20 stig en Grindavík er fast á hæla Hauka með 18 stig.
Bæði hafa liðin leikið 11 leiki í deildinni og mæst tvisvar sinnum. Í fyrstu viðureign liðanna á leiktíðinni sigruðu Grindvíkingar að Ásvöllum 70 – 82 en Haukakonur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu leikinn í Röstinni 72 – 83.
Meagan Mahony, nýr leikmaður Hauka, virðist kunna vel við sig í íslenska boltanum, hún gerði 23 stig í sínum fyrsta leik með Haukum og um helgina var hún valin besti leikmaðurinn í Stjörnuleik kvenna.
VF-mynd/ nær Jerica Watson tvennu eða þrennu í kvöld?