Stórleikur á Sunnubrautinni í dag
Meistaralið Keflavíkur frá 1989 mætir núverandi leikmönnum Keflavíkur í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verða allar stórstjörnurnar mættar. Stuðningsmönnum Keflavíkur gefst einstakt tækifæri á að kaupa þjálfarastarf liðanna og stýra liði í svona stórleik, áhugasömum er bent á að hafa samband við Gaua Skúla í síma 840-7028, upphæðin rennur óskert til deildarinnar.
Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1989 og í liðinu voru Albert Óskarsson, Axel Nikulásson, Egill Viðarsson, Einar Einarsson, Falur Harðarsson, Guðjón Skúlasson, Jón KR Gíslasson, Magnús Guðfinnsson, Nökkvi Már Jónsson og Sigurður Ingimundarsson. Þeir unnu Val 2-0 í undanúrslitum ( 99-86 og 77-97 ) og KR í úrslitum 2-1 (77-74, 92-85 og 89-72 ).