Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur á Nettóvellinum í kvöld
Sunnudagur 15. júní 2014 kl. 15:32

Stórleikur á Nettóvellinum í kvöld

Taplausir Stjörnumenn í heimsókn

Í kvöld fer fram stórleikur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þegar Keflvíkingar fá Stjörnumenn í heimsókn á Nettóvöllinn. Fyrir leikinn er Keflavík í 3.-4. sæti deildarinnar með 12 stig en Stjarnan er í 2. sæti með 15 stig. Fyrir leik munu þeir félagar Valdimar og Björgvin spila í íþróttahúsinu við Sunnubraut og koma fólki í rétta gírinn. Kristján þjálfari mætir eins og venjulega og spjallar við gesti auk þess sem boðið verður upp á grillaða hamborgara. Leikurinn hefst klukkan 20:00 en upphitunin hefst 19:00.

Hér að neðan má lesa um sögu viðureigna Keflvíkinga og Stjörnunnar í gegnum tíðina, sem heimasíða Keflvíkinga tók saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efsta deild
Keflavík og Stjarnan hafa leikið 18 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1994. Keflavík hefur unnið sjö leiki en Stjarnan sex og fimm sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 26-24 fyrir Keflavík. Jóhann Birnir Guðmundsson hefur skorað fimm mörk gegn Stjörnunni í efstu deild, Hörður Sveinsson fjögur og Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson eitt mark hvor.  Það er einmitt Jóhann Birnir sem hefur gert flesti mörk fyrir Keflavík gegn Stjörnunni í efstu deild.

B-deild
Liðin léku fjóra leiki í B-deildinni, árin 1992 og 2003. Keflavík vann tvo þessara leikja og Stjarnan einn en einum leik lauk með jafntefli. Markatalan er 8-6 fyrir Keflavík. Einn núverandi leikmaður Keflavíkur hefur skorað í leikjum liðanna í næstefstu deild en það er Magnús Þorsteinsson.

Bikarkeppnin
Keflavík og Stjarnan hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppni KSÍ en það var árið 2008. Þá vann Keflavík 2-1 á heimavelli í 32 liða úrslitum keppninnar. Magnús Þorsteinsson skoraði fyrir Keflavík í þeim leik.

Í fyrra
Liðin léku að sjálfsögðu tvisvar í Pepsi-deildinni síðasta sumar.  Fyrri leikurinn var á Samsung-vellinum í Garðabæ.  Stjörnumenn unnu þann leik og gerði Ólafur Karl Finsen eina mark leiksins.  Stjarnan vann einnig seinni leikinn á Nettó-vellinum og þá 2-0.  Aftur var það Ólafur Karl sem reyndist okkar mönnum erfiður ljár í þúfu en hann gerði bæði mörkin.

Bæði lið
Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og Stjörnunni í gegnum árin, m.a. Grétar Atli Grétarsson, Adolf Sveinsson, Kristinn Guðbrandsson, Helgi Björgvinsson og markmennirnir Bjarki Freyr Guðmundsson og Magnús Þormar.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík hafa orðið þessi:
2013  Keflavík - Stjarnan  0-2  
2012  Keflavík - Stjarnan  0-1  
2011  Keflavík - Stjarnan  4-2  Jóhann Birnir Guðmundsson 2, Hilmar Geir Eiðsson og Guðmundur Steinarsson
2010  Keflavík - Stjarnan  2-2  Hörður Sveinsson 2
2009  Keflavík - Stjarnan  1-1  Hörður Sveinsson
2003  Keflavík - Stjarnan (B-deild)   5-3  Stefán Gíslason 2, Magnús Þorsteinsson, Adolf Sveinsson og Hafsteinn Rúnarsson
2000  Keflavík - Stjarnan  1-0  Guðmundur Steinarsson
1997  Keflavík - Stjarnan  2-1  Eysteinn Hauksson og Haukur Ingi Guðnason
1996  Keflavík - Stjarnan  0-1  Jóhann B. Guðmundsson
1994  Keflavík - Stjarnan  4-1  Ragnar Margeirsson 2, Kjartan Einarsson og Sverrir Þór Sverrisson
1992  Keflavík - Stjarnan (B-deild)    1-0  Marco Tanasic