Stórleikir í kvennakörfunni í Reykjanesbæ í kvöld
Tveir stórleikir verða í Iceland Express deild kvenna í körfu í kvöld í Reykjanesbæ. Keflavíkurstúlkur fá KR í heimsókn og Njarðvík fær Grindavík í Ljónagryfjuna.
Nú er búið að skipta kvennadeildinni í A og B riðla og er þetta fyrstu leikirnir eftir riðlaskiptinguna. Þar er leikin tvöföld umferð og eftir þær hefst úrslitakeppnin.
Öll Suðurnesjaliðin töpuðu í síðustu umferð deildarkeppninnar, Grindavík gegn Snæfelli, Njarðvík gegn KR og það var reyndar níundi ósigurinn í röð og loks tapaði Keflavík stórt gegn Hamri.
Báðir leikirnir hefjast kl. 19.15.