Stórleikir í kvennakörfunni
Það eru sannkallaðir stórleikir í kvennakörfuboltanum í kvöld þegar 10. umferð Dominos-deildarinnar fer fram. Keflvíkingar, sem eru ósigraðir í deildinni með 9 sigra í röð, taka á móti KR-ingum í Keflavík en KR stúlkur eru í 3. sæti deildarinar.
Í Njarðvík leika svo grannarnir í Njarðvík og Grindavík en liðin eru í botnbaráttu í deildinni um þessar mundir. Njarðvíkinar eru í 6. sæti og Grindvíkingar einu sæti neðar. Þar verður því líklega hart barist en leikirnir hefjast klukkan 19:15.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				