Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikir í kvennaboltanum í kvöld
Miðvikudagur 8. mars 2017 kl. 09:39

Stórleikir í kvennaboltanum í kvöld

Keflavíkurstúlkur fá öflugt lið Skallagríms í heimsókn í Domino’s deild kvenna í kvöld en liðin berjast um heimavallarétt í úrslitakeppninni. Þessi sömu lið mættust í bikarúrslitum þar sem Keflvíkingar sigruðu eftir spennandi leik. Keflvíkingar eru einnig að berjast um efsta sætið við Snæfell, en liðin mætast í lokaumferð þann 21. mars.

Í Grindavík mæta Njarðvíkingar í heimsókn. Grindvíkingar eru á botninum en Njarðvíkingar sitja í sjötta sæti og eiga enn möguleika á því að lauma sér í fjórða sætið sem tryggir úrslitakeppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Staðan í deildinni