Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikir hjá Keflavíkurliðunum í dag
Sunnudagur 27. janúar 2008 kl. 14:41

Stórleikir hjá Keflavíkurliðunum í dag

Karla- og kvennalið Keflavíkur leika sannkallaða stórleiki í dag í körfuboltanum. Keflavíkurkonur mæta erkifjendum sínum í Haukum í toppslag í Iceland Express deild kvenna en leikurinn hefst kl. 17:00 að Ásvöllum.

 

Þá mætast Keflavík og Njarðvík í karlaflokki kl. 19:15 í Sláturhúsinu í Keflavík. Ekkert lið hefur náð í deildarsigur í Keflavík á þessari leiktíð. Njarðvík og Keflavík hafa 15 sinnum mæst í deildarkeppninni frá árinu 2000 þar sem Keflavík hefur 8 sigra og Njarðvík 7.

 

Leikir liðanna frá árinu 2000 í úrvalsdeild:

 

Fim. 12.okt.2000, Keflavík  Keflavík - UMFN 106-96

Þri. 16.jan.2001, Njarðvík  UMFN - Keflavík 74-63

Sun. 28.okt.2001, Njarðvík  UMFN - Keflavík 65-89

Fös. 1.feb.2002, Keflavík  Keflavík - UMFN 85-80

Fös. 11.okt.2002, Njarðvík  UMFN - Keflavík 83-81 

Þri. 7.jan.2003, Keflavík  Keflavík - UMFN 77-80

Mán. 27.okt.2003, Njarðvík  UMFN - Keflavík 93-86

Fös. 30.jan.2004, Keflavík  Keflavík - UMFN 90-83 

Þri. 14.des.2004, Njarðvík  UMFN - Keflavík 73-78 

Sun. 27.feb.2005, Keflavík  Keflavík - UMFN 94-82

Fös. 30.des.2005, Njarðvík  UMFN - Keflavík 108-84

Fim. 9.mar.2006, Keflavík  Keflavík - UMFN 89-73 

Fim. 21.des.2006, Njarðvík  UMFN - Keflavík 86-72 

Fös. 23.feb.2007, Keflavík  Keflavík - UMFN 70-83 

Sun. 28.okt.2007, Njarðvík  UMFN - Keflavík 63-78 

 

Sigrar Keflavík: 8

Sigrar UMFN: 7

 

Stærsti sigur Keflavíkur var 24 stiga sigur 2001 í Njarðvík

Stærsti sigur Njarðvíkingar var 24 stiga sigur 2005 í Njarðvík

 

VF-Mynd/ Úr safni - Sverrir Þór Sverrisson mætir sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024