Stórkostleg frammistaða Grindvíkinga í Borgarnesi
Grindvískir áhorfendur voru söngelskir í stúkunni í Borgarnesi í kvöld þegar þeir gulu tryggðu sér sæti í undanúrslitum
Skallagrímur komst einu sinni yfir í leiknum í kvöld og það var með fyrstu körfu leiksins sem kom frá Darrell Flake. Eftir þá körfu var fyrri hálfleikurinn algjörlega í eigu Grindavíkur. Eftir rúman fjögurra mínútna leik var staðan skyndilega orðin 4-14 Grindavík í vil þar sem Páll Axel Vilbergsson gerði tvær þriggja stiga körfur í röð og gestirnir að leika hreint frábærlega. Leikhlutanum lauk svo í stöðunni 13-29 fyrir Grindavík og fólk trúði vart sínum eigin augum.
Heimamenn í Skallagrím náðu þó fínum köflum í 2. leikhluta en á köflum sáust tölur eins og 18-41 og 29-47 en þegar líða tók á 2. leikhluta vaknaði Darrell Flake til lífsins og fór að láta vel til sína taka undir körfunni. Páll Kristinsson hafði á honum góðar gætur til að byrja með en eftir því sem á leið óx
Grindvíkingar voru að leika hreint út sagt frábærlega í fyrri hálfleik og það virtist sem öll þeirra skot færu í netið sama hversu erfið þau voru. Veikan punkt var ekki að finna á Grindavík í fyrri hálfleik og komu leikmenn eins og Björn Brynjólfsson og Davíð Páll Hermannsson sterkir inn af bekknum.
Borgnesingar hófu síðari hálfleikinn af krafti og
Í fjórða leikhluta komust Skallagrímsmenn oft ansi nærri Grindvíkingum en þegar þeir voru farnir að anda ofan í hálsmálið á gestum sínum tóku þeir gulu á rás og náðu ávallt að auka muninn. Gríðarleg orka fór í það hjá Skallagrím að reyna jafna metin en Grindavík hélt fengnum hlut og hafði að lokum frækinn 81-97 sigur á Borgnesinum og eru þar með komnir í undanúrslit.
Um 100 manns fylgdu Grindvíkingum í Borgarnes í kvöld og studdu rækilega við bakið á sínum mönnum. Borgnesingar eru komnir í sumarfrí en öll umgjörð leiksins í kvöld sem og mætingin var frábær og hreint út sagt magnaður leikur í alla staði.
Stigahæstur í liði Skallagríms var Darrell Flake með 31 stig en eins og áður greinir var Jonathan Griffin með 28 stig í liði Grindavíkur. Njarðvík og Grindavík mætast í undanúrslitum og verður fyrsti leikur liðanna á laugardag.