Stórir sigrar hjá Reykjanesbæjarliðunum - aftur flautukarfa hjá Parker
Njarðvíkingar báru sigurorð af Stjörnumönnum í fjörugum leik í Njarðvík og Keflvíkingar unnu eftir flautukörfu Charlie Parker í Hólminum þegar 7. umferð Iceland Express deild karla lauk með látum í kvöld.
Njarðvík 105–98 Stjarnan
Cameron Echols átti magnaðan dag með Njarðvíkingum, setti 29 stig og tók 21 frákast. Travis Holmes bætti við 22 stigum og 7 stoðsendingum og þá var Elvar Friðriksson með 20 stig og 10 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 35 stig og 7 stoðsendingar og Keith Cothran gerði 20 stig.
Snæfell 113–115 Keflavík (framlengt)
Framlengja varð í stöðunni 100-100 og Keflvíkingar voru þá búnir að missa Jarryd Cole af velli með fimm villur. Quincy Hankins-Cole átti síðasta skot Snæfells í lok venjulegs leiktíma en það geigaði og því varð að blása til framlengingar. Charles Parker reyndist hetja Keflavíkur á nýjan leik er hann skoraði þegar ein sekúnda var eftir af framlengingunni. Steven Gerard gerði 36 stig í liði Keflavíkur og Parker 32 og var auk þess með 12 fráköst. Hjá Snæfell voru þeir Hafþór Ingi Gunnarsson og Quincy Hankins-Cole báðir með 23 stig og Cole auk þess með 12 fráköst.
VFMyndir: Eyþór Sæmunds