Stóra stundin runnin upp
Grillað í Grindavík í kvöld
Úrslitaviðureignin milli deildarmeistara Grindavíkur og bikarmeistara Stjörnunnar hefjast í Röstinni kl. 19:15 í sínum fyrsta leik. Grindvíkingar eru núverandi Íslandsmeistarar en Teitur Örlygsson og lærirsveinar í Stjörnunni eru að sækjas eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari og takist Grindvíkingum að sigra verður það í fyrsta sinn síðan árið 2005 sem lið verður meistari tvö ár í röð. Þeim áfanga náðu Keflvíkingar síðast þegar þeir urðu meistarar þrjú ár í röð, 2003, 2004 og 2005.
Grindvíkingar ætla að hita vel upp fyrir leik og verður tendrað í grillunum kl. 17:30 í aðstöðunni hjá Láka við Salthúsið en það er KKD Grindavíkur sem sér um söluna á ljúffengum hamborgurum sem fólk getur gætt sér á fyrir stóra slaginn.