Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stór töp hjá Suðurnesjaliðunum
Miðvikudagur 15. janúar 2014 kl. 21:15

Stór töp hjá Suðurnesjaliðunum

Keflvíkingar unnu góðan sigur í Hveragerði

Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar unnu útisigur á Hamarskonum en bæði Grindvíkingar og Njarðvíkingar töpuðu sínum leikjum nokkuð stórt. Staðan í deildinni breyttist lítið eftir leiki kvöldsins, Keflvíkingar eru ennþá í 3. sæti, fjórum stigum frá toppnum. Á meðan Grindvíkingar eru í næstneðsta sæti og Njarðvíkingar á botninum.

Hér að neðan má sjá tölfræði úr leikjum kvöldsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hamar-Keflavík 71-75 (21-19, 15-18, 8-20, 27-18)

Keflavík: Porsche Landry 23/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 18/22 fráköst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 13/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.

Valur-Grindavík 87-54 (20-5, 25-16, 23-11, 19-22)

Grindavík: Blanca Lutley 17/6 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 1, Katrín Ösp Eyberg 0, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0.

Njarðvík-Snæfell 59-94 (8-25, 15-23, 13-27, 23-19)

Njarðvík: Nikitta Gartrell 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/7 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 1/4 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 1.