Stór töp hjá Keflavík og Grindavík
Keflvíkingar og Grindvíkingar þurftu bæði að sætta sig við ósigur á útivöllum í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar öttu kappi við KR-inga í DHL Höllinni og framan af leit allt út fyrir jafnan leik og fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og hörku. Í þriðja leikhluta tóku KR-ingar til sinna ráða og kafsigldu Keflvíkinga gjörsamlega en lokatölur leikhlutans voru 29-7 KR í vil og útlitið svart fyrir Keflvíkinga. Keflvíkingar náðu að bíta frá sér í loka leikhlutanum en ósigur engu að síður staðreynd og lokatölur 99-85.
Atkvæðamestir hjá Keflavík:
Thomas Sanders 24 stig/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18 stig/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10 stig, Magnús Þór Gunnarsson 8 stig/7 stoðsendingar,
Grindvíkingar þurftu sömuleiðis að játa sig sigraða á útivelli er þeir sóttu ÍR-inga heim fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 92 - 69 ÍR í vil. Grindvíkingar voru undir nánast allan leikinn og áttu litla möguleika gegn sterkum ÍR-ingum.
Atkvæðamestir hjá Grindavík:
Kevin Sims 17, Þorleifur Ólafsson 14/4 fráköst, Ryan Pettinella 13/5 fráköst