Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stólarnir lögðu Keflvíkinga í Sláturhúsinu
Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 23:55

Stólarnir lögðu Keflvíkinga í Sláturhúsinu

Keflvíkingar töpuðu gegn toppliði Tindastóls í Sláturhúsinu í kvöld. Um var að ræða toppslag í Domino's deild karla þar sem Keflvíkingar sitja í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur 78-92 í leik þar sem Stólarnir byrjuðu af miklum krafti og náðu 11 stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Þeir bættu svo í og juku muninn í 20 stig þegar mest lét. Heimamenn voru í eltingarleik eftir það og náðu ekki að brúa bilið gegn sterku liði Norðanmanna, þrátt fyrir magnaða baráttu í þriðja leikhluta þar sem munurinn fór aftur niður í þrjú stig.

Mike Craion var í ham í kvöld og skoraði 37 stig en talsvert skorti framlag frá fleiri leikmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Michael Craion 37/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/9 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11/4 fráköst, Ágúst Orrason 6, Magnús Már Traustason 5, Andri Þór Tryggvason 5, Elvar Snær Guðjónsson 0, Reggie Dupree 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Guðmundur Jónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0.

Tindastóll: Danero Thomas 22/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 19/5 fráköst/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 16/5 stoðsendingar, Dino Butorac 16, Philip B. Alawoya 12/5 fráköst, Viðar Ágústsson 4/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 3/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 0, Ragnar Ágústsson 0, Þröstur Kárason 0, Hannes Ingi Másson 0, Friðrik Þór Stefánsson 0.