Stofnfiskur og Knattspyrnudeild Þróttar framlengja samstarfið
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og Stofnfiskur hafa framlengt samning sinn til eins árs, en skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum Stofnfisks á dögunum. Það voru Jónas Jónasson framkvæmdastjóri Stofnfiskar og Marteinn Ægisson formaður knattspyrnudeildar Þróttar sem handsöluðu samninginn.
Líkt og síðustu ár er Stofnfiskur einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og mun því meistaraflokkur Þróttar spila áfram með merki Stofnfisks framan á búningi félagsins næsta sumar. Stofnfiskur hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingarstarfi deildarinnar síðustu árin og lýstiMarteinn formaður knattspyrnudeildar Þróttar Vogum mikilli ánægju með þennan samning og fór yfir samstarfið frá því að það hófst haustið 2011. Jónas Jónasson sagði við þetta sama tilefni að það væri frábært fyrir Stofnfisk að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu og hvetur hann félagið til frekari dáða og lýsti yfir mikilli ánægju með kraftinn í félaginu.