Stofna fjölskyldu- og stuðningsklúbb
Áhugasamir stuðningsmenn Knattspyrnudeildar Keflavíkur ætla að stofna stuðningsklúbb sem er öllum opinn, fjölskyldum jafnt sem einstaklingum. Takmarkið er að fá sem flesta, börn, foreldra og einstaklinga til að vera með, en félagar í klúbbnum fá ýmis fríðindi og skemmtilegheit fyrir að vera með.
Árgjald í klúbbinn t.d. fyrir fjögurra manna fjölskyldu verður 15.000 kr. og er hægt að greiða með raðgreiðslum Visa, gíróseðli eða út í hönd.
Innifalið í árgjaldi eru:
Aðgöngumiðar á alla heimaleiki Keflavíkur í Landsbankadeildinni.
Fjölskylduverð á leiki Keflavíkur í UEFA-keppninni í sumar.
Allir meðlimir fá Keflavíkurboli til að klæðast á vellinum.
Á leikjunum verða t.d. Hoppkastalar, hestar og m.m.fl.
Á leikjum verður happdrætti fyrir meðlimi (dregið úr félaganúmerum).
Meðlimir fá sérstök tilboð á veitingastöðum í Reykjanesbæ.
Farið verður í skemmtiferð í Húsdýragarðinn, Guttormur heimsóttur, grillað allir fá kók og nammi. Farið á útileik með Keflavík.
Á lokahófi klúbbsins verður dreginn út ferðavinningur úr félagsnúmerum þar sem ferðavinningur með Iceland Express er í boði fyrir alla fjölskylduna, óháð fjölda. Þá verður einnig kjörinn besti leikmaður tímabilsins og flottasti stuðningsmaðurinn auk þess sem þar verður grillað sungið og fleira skemmtilegt gert.
Hægt er að skrá sig og sína með því að senda póst á [email protected] og einnig með því að hringja í síma 868-8462.
Á mánudag tekur Keflavík á móti FH í fyrsta leik sumarsins og geta áhugasamir mætt í Íþróttahúsið við Sunnubraut og skráð sig á milli kl. 18 og 19.
Sérstök hátíð verður í Íþróttahúsinu sem hefst kl. 17.30 þar sem Botnleðja og Rúnar Júl skemmta Klúbbfélögum og sérlegum boðgestum Landsbankans.