Stöðug sókn bardagaíþrótta
Um síðustu helgi var haldið uppgjafarmótið Mjölnir Open fyrir unglinga. Þar var keppt í aldursflokkum 11-17 ára. Á mótinu voru tæplega 50 keppendur frá þremur félögum og þar af 14 keppendur frá júdódeild UMFN. Í heildina stóðu allir keppendur sig vel. Keppendur UMFN áttu verðlaunahafa í öllum flokkum og sýnir það vel hversu öflugir íþróttamenn eru að koma upp í bardagaíþróttunum á Suðurnesjunum, en flestir krakkarnir æfa júdó og/eða taekwondo ásamt því að stunda brazilian jiu jitsu.
Uppgjafarglíma er íþrótt skyld júdó og brazilian jiu jitsu. Þar er þó keppt án galla. Gefin eru stig fyrir ákveðin brögð svo sem köst og að halda sumum stöðum. Svo er einnig hægt að sigra glímu á uppgjafartaki, svo sem hengingu eða lás. Í unglingaflokkum eru fleiri reglur heldur en í glímum fullorðinna. Það eru t.d. ýmis brögð sem unglingar mega ekki nota sem fullorðnir mega nýta sér.
Vinningshafar frá Suðurnesjum:
Flokkur 2000-2001
1. sæti: Halldór Logi Sigurðsson (UMFN/Sleipnir)
Flokkur 1998-1999 -60 kg
3. sæti: Ægir Már Baldvinsson (UMFN/Sleipnir)
Flokkur 1998-1999 +60 kg
1. sæti: Grímur Ívarsson (UMFN/Sleipnir)
3. sæti: Úlfur Þór Böðvarsson (UMFN/Sleipnir)
Flokkur 1996-1997 -71 kg
3. sæti: Michael Martin Davíðsson (UMFN/Sleipnir)
Flokkur 1996-1997 -84 kg
3. sæti: Alexander Hauksson (UMFN/Sleipnir)
Flokkur 1996-1997 +84 kg
2. sæti: Brynjar Kristinn Guðmundsson (UMFN/Sleipnir)
3. sæti: Óðinn Víglundsson ( UMFN/Sleipnir)
Opinn flokkur unglinga 1996-1997
2. sæti: Brynjar Kristinn Guðmundsson (UMFN/Sleipnir)
Á sama tíma var páskamót Júdófélags Reykjavíkur. Samtals voru 103 keppendur á mótinu, þar af komu 36 þeirra frá Júdódeild Njarðvíkur. Sjö börn á aldrinum 6-14 ára unnu til 7 gullverðlauna og 10 silfurverðlauna. Allir keppendur voru svo leystir út með páskaeggjum.