Stóðu sig afar vel á Íslandsmóti í 25m laug

Sundfólk ÍRB stóð sig afar vel á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug um helgina. 
 
Mótið var bæði Íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum  á morgnanna.
 
Sundfólk ÍRB vann alls til ellefu Íslandsmeistaratitla og fjöldann allan af verðlaunum. Það sem þó var ánægjulegast við árangurinn á mótinu voru  bætingar sundmannanna, sem voru oft gríðarlega miklar.
 
Þeir sem urðu Íslandsmeistarar á ÍM 25 voru:
 
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir: Íslandsmeistari í 400m og 800m skriðsundi.
 
Karen Mist Arngeirsdóttir: Íslandsmeistari í 50m 100m og 200m bringusundi.
 
Már Gunnarsson: Íslandsmeistari fatlaðra S12 í 50m, 100m  og 200m baksundi, 100m fjórsundi og 200m fjórsundi og 200m skriðsundi. 
 
Már var í gríðarlega miklu stuði á mótinu en hann setti alls fimm íslandsmet um helgina.
 
Sjö sundmenn ÍRB náðu lágmörkum SSÍ fyrir Norðurlandamótið í sundi. Mótið fer fram í Finnlandi dagana 8. - 9. desember. 
 
Þeir sem náðu lágmörkum voru: Birna Hilmarsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Fannar Snævar Hauksson, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og  Stefanía Sigurþórsdóttir.