Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stocks með 38 í fyrsta leik
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 15:04

Stocks með 38 í fyrsta leik

Tamara Stocks, nýji leikmaður Grindavíkurliðsins, gerði 38 stig í gær og tók 13 fráköst þegar Grindavík burstaði KR í IE – deild kvenna. Að auki varði Stocks 5 skot í leiknum og hitti úr 16 af 18 vítaskotum sínum. Lokatölur leiksins voru 58 – 89 Grindavík í vil.

Í hálfleik var staðan 22 – 48 Grindavík í vil og ljóst í hvað stefndi. Hildur Sigurðardóttir kom Stocks næst með 26 stig en með sigrinum tók Grindavík tveggja stiga forystu á Keflavík.

Staðan í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024