Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stjörnusigur hjá Keflavík í spennuleik
Darrel Lewis var hress í kvöld og skoraði 25 stig.
Fimmtudagur 17. janúar 2013 kl. 22:45

Stjörnusigur hjá Keflavík í spennuleik

Keflavík vann í kvöld góðan heimasigur gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla, 107-103 í miklum spennuleik. Stjörnumenn byrjuðu betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta 18-25. Keflvíkingar minnkuðu muninn í öðrum leikhluta og var staðan 47-49 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin skiptust á að leiða leikinn. Magnús Gunnarsson tryggði Keflvíkingum eins stigs forystu áður en gengið var út í lokaleikhlutann með góðum þrist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjórði leikhluti var svo ótrúleg skemmtun og gríðarleg spenna. Keflvíkingar reyndust sterkari á lokametrunum og unnu fínan sigur. Maichael Craion átti frábæran leik í liði Keflavíkur en hann skoraði 29 stig, tók 17 fráköst og varði einnig 6 skot. Darrel Lewis og Billy Baptist áttu einnig góðan leik og skoruðu 25 stig. Magnús Gunnarsson var drjúgur og skoraði 17 stig. Með sigrinum nálgast Keflavík toppliðin en liðið er í 6. sæti með 16 stig.

Grindvíkingar unnu einnig góðan útisigur í kvöld gegn Snæfelli, 84-90. Grindvíkingar áttu frábæran endasprett og unnu lokaleikhlutann með 12 stigum. Grindvíkingar eru í öðru sæti í deildinni með 20 stig líkt og Þór Þorlákshöfn en lakara útkomu í innbyrðis viðureign.


Michael Craion átti mjög góðan leik fyrir Keflavík í kvöld. VF-Myndir/Páll Orri

Keflavík-Stjarnan 107-103 (18-25, 29-24, 32-29, 28-25)

Keflavík: Michael Craion 29/17 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 25/4 fráköst, Billy Baptist 25/12 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 17, Valur Orri Valsson 8/10 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3.

Snæfell-Grindavík 84-90 (15-24, 25-21, 26-15, 18-30)

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 23, Þorleifur Ólafsson 18/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 15/19 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/4 fráköst, Samuel Zeglinski 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/6 fráköst, Ryan Pettinella 3/4 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2, Jón Axel Guðmundsson 2.