Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stjörnumenn sterkari á lokasprettinum
Teitur náði ekki að krækja í sigur á sínum gamla heimavelli í Garðabæ.
Mánudagur 15. desember 2014 kl. 23:11

Stjörnumenn sterkari á lokasprettinum

Teitur tapaði á gamla heimavellinum

Njarðvíkingar máttu sætta sig við ósigur gegn Stjörnumönnum þegar liðin mættust í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Ásgarði þar sem heimamenn fóru með 87-80 sigur af hólmi. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina bróðurpart leiksins en Stjörnumenn fóru hamförum í loka leikhlutanum og uppskáru þar með sigur. Að loknum 10 umferðum eru Njarðvíkingar með 10 stig í 8. sæti.

Dustin Salisbury lék sinn næst síðasta leik með Njarðvíkingum í kvöld, en hann fékk farseðilinn heim á dögunum. Hann var stigahæstur Suðurnesjamanna með 28 stig en Logi Gunnarsson skoraði 19 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stjarnan-Njarðvík 87-80 (24-24, 12-17, 21-22, 30-17)

Njarðvík: Dustin Salisbery 28/5 fráköst, Logi Gunnarsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 13, Mirko Stefán Virijevic 10/15 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ólafur Aron Ingvason 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Ágúst Orrason 0.