Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Stjörnuleikurinn í Sláturhúsinu með breyttu fyrirkomulagi
Miðvikudagur 16. janúar 2008 kl. 20:14

Stjörnuleikurinn í Sláturhúsinu með breyttu fyrirkomulagi

Hinn árlegi Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands mun fara fram í Sláturhúsinu í Keflavík næstkomandi laugardag. Í ár verður Stjörnuleikurinn með breyttu sniði þar sem karla- og kvennalandsliðin munu leika gegn úrvalsliðum erlendra leikmanna í bland við aðra íslenska leikmenn. Þjálfarar kvenna- og karlalandsliðanna þeir Sigurður Ingimundarson og Ágúst Sigurður Björgvinsson hafa valið leikmenn sína í landsliðin fyrir leiki helgarinnar. Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR og Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur munu svo sjáum að velja úrvalslið skipuð erlendum leikmönnum í bland við íslenska leikmenn sem mæta landsliðunum.

 

Ágúst Sigurður Björgvinsson hefur valið eftirtalda leikmenn í sinn fyrsta landsliðshóp. Fimm leikmenn landsliðsins koma af Suðurnesjum, tveir frá Keflavík og þrír frá Grindavík.

 

Kvennalandsliðið:

Fanney Guðmundsdóttir - Hamar

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir - KR

Hildur Sigurðardóttir - KR

Sigrún Ámundadóttir - KR

Ingibjörg Vilbergsdóttir - Keflavík

Margrét Kara Sturludóttir - Keflavík

Jovana Lilja Stefánsdóttir - Grindavík

Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík

Petrúnella Skúladóttir - Grindavík

Signý Hermannsdóttir - Valur

Unnur Tara Jónsdóttir - Haukar

Kristrún Sigurjónsdóttir - Haukar

 

Sigurður Ingimundarson hefur valið eftirtalda leikmenn í karlalandsliðið. Sex leikmenn landsliðsins koma af Suðurnesjum, þrír frá Keflavík, tveir frá Njarðvík og einn frá Grindavík.

 

Karlalandsliðið:

Magnús Þór Gunnarsson - Keflavík

Jón Hafsteinsson - Keflavík

Sigurður Þorsteinsson - Keflavík

Jóhann Ólafsson - Njarðvík

Hörður Axel Vilhjálmsson - Njarðvík

Páll Axel Vilbergsson - Grindavík

Helgi Magnússon - KR

Brynjar Björnsson - KR

Hlynur Bæringsson - Snæfelli

Hreggviður Magnússon - ÍR

Sveinbjörn Claessen - ÍR

Kristinn Jónasson - Fjölnir

 

Úrvalsliðin verða kunngerð síðar en kvennaleikurinn hefst kl. 13:30 og karlaleikurinn fer fram kl. 15.30.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Keflavíkur smellir hér af einni eldflaug í Stjörnuleik KKÍ í fyrra. Eftirminnilegt er atvikið þegar Magnús fíflaði miðherjann stæðilega George Byrd upp úr skónum og upp skar hann mikil fagnaðarlæti áhorfenda fyrir vikið. Hver verður fórnarlamb hans um helgina?

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025