Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnuleikmaður á leið til Keflavíkur
Monica er fyrrum unnusta Kevin Durant NBA stjörnu.
Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 15:07

Stjörnuleikmaður á leið til Keflavíkur

Monica Wright að lenda á Klakanum

Monica Wright mun koma hingað til lands á föstudag og er þegar komin með leikheimild með Keflavík en þetta staðfesti stjórn Keflavíkur við Karfan.is nú rétt áðan.

Monica er mikils metinn WNBA leikmaður sem er á mála hjá liði Seattle Storm. Koma hennar er liður í endurhæfingu hennar þar sem að hún er að ná sér af erfiðum hnémeiðslum. Jenny Boucek sem lék áður með Keflavík er þjálfari liðs Seattle Storm og er koma Monica í gegnum tengsl Boucek við Keflavík.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024