Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnukonur sóttu sigur til Keflavíkur
Miðvikudagur 3. október 2018 kl. 21:22

Stjörnukonur sóttu sigur til Keflavíkur

Stjörnukonur nældu sér í sigur í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld þegar Domino´s deild kvenna fór af stað, en heimkonur virkuðu langt frá sínu besta. Lokatölur 71-79 gefa ekki rétta mynd af leiknum þar sem Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann undir lokin og áttu stöku áhlaup. Mest var forysta gestanna 21 stig.

Brittanny Dinkins var sú eina sem var lík sjálfri sér í sóknarleiknum hjá Keflvíkingum og skilaði 27 stigum. Bryndís Guðmundsdóttir var með 11 fráköst og tíu stig á meðan Birna Valgerður var með 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024