Stjörnufans í Keflavík
Árlegur stjörnuleikur kvenna í kvöld
Stjörnuleikur kvenna í körfubolta fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í kvöld með tilheyrandi skemmtun og tilþrifum. Þar munu höfuðborgin og landsbyggðin leiða saman hesta sína en einnig verður boðið upp á þriggja stiga keppni. Sigurður Ingimundarson þjálfar lið landsbyggðarinnar en leikmenn Suðurnesjaliðanna leika með því liði.
Dagskráin hefst klukkan 19:00
Meðal stjörnuleikmanna eru:
Keflavík
Jessica Jenkins, Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.
Njarðvík
Lele Hardy og Salbjörg Sævarsdóttir.
Grindavík
Petrúnaella Skúladóttir og Crystal Smith.
Þær Suðurnesjakonur sem reyna fyrir sér í þriggja stiga keppni: Jessica Jenkins, Pálína Gunnlaugsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Lele Hardy, Crystal Smith.