Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnu þjálfarar í fótboltaskóla Grindavíkur
Miðvikudagur 2. mars 2016 kl. 09:53

Stjörnu þjálfarar í fótboltaskóla Grindavíkur

Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. - 3. apríl. Mikil áhersla lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun.

Boðið verður upp á úrvals dagskrá sem inniheldur m.a: Æfingar, fyrirlestra, mat, sund, diskó og fleira. Gisting í boði fyrir þátttakendur í 4. flokki og 3. flokki í Hópsskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal leiðbeinenda á námskeiðinu eru: Freyr Alexandersson A-landsliðsþjálfari kvenna, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði m.fl kvk Stjörnunnar, Alfreð Jóhannsson þjálfari m.fl ÍBV, Eysteinn Húni Hauksson þjálfari í Keflavík, Arngrímur J Ingimundarson þjálfari hjá Keflavík, Óli Stefán Flóventsson þjálfari m.fl Grindavík, Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka Grindavík, Danimir Milkanovic UEFA-pro markmannsþjálfari, Nihad Cober Hasecic þjálfari hjá Grindavík, Milan Stefán Jankovic þjálfari hjá Grindavík, Bentína Frímannsdóttir þjálfari hjá Grindavík, Klemenz Sæmundsson næringarfræðingur, Sigurvin Ingi Árnason sjúkraþjálfari og margir fleiri.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning með nafni og kennitölu berist á netföngin [email protected] og/eða [email protected] fyrir 24.mars