Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjarnan jafnaði einvígið - Stefan sleit aftur hásin
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 00:13

Stjarnan jafnaði einvígið - Stefan sleit aftur hásin

Video og myndir úr Ljónagryfjunni

Stjörnumenn svöruðu fyrir sig með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni 70:82 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Stefan Bonneau sleit hásin eftir að hafa verið inn á vellinum í skamma stund. Hrikalegt fyrir leikmanninn sem hefur verið í endurhæfingu í marga mánuði vegna sömu meiðsla á hinum fætinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn snerist um sterkan varnarleik og framan af gekk báðum liðum frekar erfiðlega að skora. Haukur Helgi var funheitur hjá Njarðvík og var kominn með 17 stig í hálfleik en Njarðvíkingar leiddu 38:32 á þeim tímapunkti.

Eftir góða byrjun heimamanna í síðari hálfleik kom slæmur kafli sem kostaði þá sigur í kvöld. Stjörnumenn áttu þá 13-0 áhlaup þar sem Njarðvíkingar náðu ekki að skora í rúmar fimm mínútur. Þarna náðu Garðbæingar taki á leiknum sem þeir slepptu ekki aftur og uppskáru þeir sterkan útisigur.

Haukur Helgi var frábær hjá Njarðvík og skoraði 26 stig en næstir komu Oddu Rúnar og Atkinson með 13 og 11.

Njarðvík-Stjarnan 70-82 (12-15, 26-17, 16-24, 16-26)

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 26, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 11/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Stefan Bonneau 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.