Stig til Suðurnesjaliðanna
Pepsi-deild karla hófst í kvöld með heilli umferð. Bæði Keflvíkingar og Grindvíkingar léku á útivelli að þessu sinni og gerðu bæði lið 1-1 jafntefli.
Grindvíkingar komust yfir gegn FH með marki frá Loic Mbang Ondo en Hafnfirðingar jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu undir lokin.
Keflvíkingar voru í heimsókn hjá Fylki í Árbænum og gestirnir komust yfir þegar Hilmar Geir Eiðsson skoraði fyrsta markið á 31. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Fylkir jafnaði svo eftir klukkutíma leik og þar við sat.
Mynd úr safni: Hilmar Geir skoraði mark Keflvíkinga í leiknum.